Fara í efni  

Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi. Fræðsluerindin eru öllum opin og verða streymt á Facebook síðu SSV úr Safnahúsi Borgarfjarðar.

Ráðstefnan er hluti af stærra verkefni. Samkvæmt Byggðaráætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2024 er gert að markmiðum að auka samstarf safna á landsbyggðinni, og jafnframt er þetta eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2020-2024. Ráðstefnan samstarfsverkefni SSV og ráðgjafafyrirtækisins Creatrix, en að viðburðinum kemur Muninn kvikmyndagerð á Akranesi sem sér um útsendingu ráðstefnunnar og Safnahús Borgarfjarðar.

Hlekkur  á Facebook síða Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00