Fara í efni  

PEERS námskeið fyrir 12-15 ára krakka og foreldra/forráðamenn

Frá byrjun september 2020 til desember 2020 verður haldið PEERS námskeið í félagsfærni fyrir 12-15 ára krakka og foreldra/forráðamenn þeirra.

Námskeiðið fer fram vikulega í Þorpinu. Aðeins tíu krakkar geta skráð sig og fer skráning fram á netfangið dagny@brak.is. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Berglind Ósk Jóhannesdóttir þroskaþjálfi, Berta Ellertsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Lilja Lind Sturlaugsdóttir þroskaþjálfi, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi, Sigríður Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Katrín Rós Sigvaldadóttir náms- og starfsráðgjafi. Leiðbeinendur hafa allir réttindi til að kenna á PEERS námskeiði í félagsfærni.

Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að:

 • Barnið læri að eignast vini og halda þeim.
 • Að foreldri/forráðamaður læri að styðja barnið í að finna sér viðeigandi vini.
 • Að foreldri/forráðamaður læri leiðir til að styrkja færni barnsins við að eignast vini.
 • Að foreldri/forráðamaður læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði barnsins.

Inntak PEERS námskeiðsins er eftirfarandi: 

 • Góð samtalsfærni 
 • Viðeigandi notkun samfélagsmiðla 
 • Hvernig á að byrja og ljúka samtali við jafnaldra 
 • Að velja vini  
 • Að nota húmor á viðeigandi hátt 
 • Að koma inn í hópsamtal 
 • Að yfirgefa hópsamtal 
 • Að skipuleggja samveru með vinum 
 • Að vera góður félagi 
 • Að bregðast við stríðni og einelti 
 • Að bæta ímynd sína 
 • Að takast á við rifrildi og ágreining við vini 
 • Að takast á við umtal og kjaftasögur 

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst næstkomandi og kostar námskeiðið kr. 30.000. Vakin er athygli á því að hægt er að nýta tómstundastyrk sveitarfélaga fyrir námskeiðinu. Þegar umsóknarfrestur er liðinn verður haft samband við alla sem skráðu sig til að kanna hvort námskeiðið henti barninu og út frá því raðað í hópinn.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00