Öskudagur á Akranesi

Frá Öskudeginum 2016.
Frá Öskudeginum 2016.

Senn rennur upp öskudagur sem að þessu sinni verður með breyttu sniði í grunnskólunum á Akranesi. Fram að þessu hefur öskudagur verið frídagur í skólunum en þetta skólaárið verður prófað nýtt fyrirkomulag sem felst í því að börnin verða í skólanum frá 8:00-12:30. Dagskráin þennan dag mun miða að því að gera öskudaginn skemmtilegan og eftirminnilegan þar sem nemendur þjappa sér saman í hópa, klæðast búningum, æfa söngva og fara í hefðbundna öskudagsleiki. Eftir að skóla lýkur geta nemendur síðan farið saman í litlum eða stórum hópum til að gleðja starfsmenn verslana og fyrirtækja með kraftmiklum söng. Skólafrístund verður lokuð á öskudag.


Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband