Fara í efni  

Óskað eftir tillögum íbúa um nafn á frístundamiðstöðinni við Garðavöll

Myndi í eigu Golfklúbbsins Leynis.
Myndi í eigu Golfklúbbsins Leynis.

Bæjarráð Akraness fól Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra að koma með hugmyndir að nafni fyrir frístundamiðstöðina við Garðavöll á fundi sínum í lok ágúst síðastliðinn.

Húsnæðið sem um ræðir var vígt með formlegum hætti síðastliðið vor og hefur húsið notið mikilla vinsælda á þessum stutta tíma sem það hefur verið í notkun. Það er mjög vinsælt fyrir ráðstefnur, fundarhöld, veislur og viðburði sem og einnig mikið notað af íbúum og öðrum gestum, ekki bara í tengslum við golfið heldur einnig til samverustunda en Galito Bistro hefur verið með veitingastarfsemi í hluta húsnæðisins frá opnun.

Akraneskaupstaður í góðri samvinnu við Golfklúbbinn Leyni leitar til íbúa og óskar eftir tillögum um nafn á húsinu. Einhver heppin/inn hlýtur að launum gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Galito. Frestur til að tilnefna er til og með 6. október 2019.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00