Opinn kynningarfundur um Sements- og Dalbrautarreit

Opinn kynningafundur á skipulagslýsingum fyrir Sementsreit (sjá lýsingu hér) og Dalbraut - Þjóðbraut (sjá lýsingu hér) verður haldinn þann 16. febrúar næstkomandi í sal Grundaskóla á Akranesi frá kl. 18:00 til 20:00. Fundarstjóri er Rakel Óskarsdóttir formaður starfshóps um Sementsreit. 

Dagskrá fundarins:

 • Ávarp Einars Brandssonar formanns skipulags- og umhverfisráðs

 • Kynning á skipulagslýsingu Dalbrautarreits
  Skipulagshönnuður frá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar kynnir lýsingu svæðisins. 

 • Matarhlé
  Gestum er boðið uppá súpu og brauð. 

 • Kynning á skipulagslýsingu Sementsreits
  Skipulagshönnuður frá ASK arkitektum kynnir lýsingu svæðisins.  

 • Umræður og fyrirspurnir. 

Skráning fer fram hér á vef Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • Akraneskaupstaður

  433 1000
 • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
 • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449