Opinber heimsókn forseta Íslands á Akranes fór vel fram - MYNDIR
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid komu í opinbera heimsókn á Akranes þann 15. desember sl.
Heimsóknin hófst á samkomu með starfsfólki Akraneskaupstaðar, Fjöliðjunnar og Félagi eldri borgara á Akranesi, þar sem kór eldri borgara söng. Þá áttu forsetahjón fund með bæjarstjórn á skrifstofu Akraneskaupstaðar þar sem þau fengu m.a. kynningu á lífrænni matvælaframleiðslu frá Kareni Jónsdóttur. Síðan fór forseti í sjósund við Guðlaugu á Langasandi ásamt félögum úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Fyrirtækið Skaginn 3X var heimsótt og hádegisverður snæddur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Eftir hádegi hittu forsetahjón grunnskóla- og leikskólabörn og skoðuðu nýtt fimleikahús þar sem fulltrúar Fimleikafélags Akraness tóku á móti þeim. Síðdegis heimsóttu hjónin Heilbrigðisstofnun Vesturlands og nýsköpunarmiðstöðina Breið. Þar fengu þau kynningu á starfsemi hússins og ræddu við forsvarsmenn frumkvöðlafyrirtækisins Running Tide sem hóf starfsemi á Akranesi á árinu.
Í lok dags var boðið til opinnar hátíðardagskrár fyrir íbúa í tengslum við 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar þar sem forseti flutti ávarp ásamt Valgarði Lyngdal Jónssyni forseta bæjarstjórnar. Hátíðarávarp forseta má lesa hér.
Loks snæddu forseti og fylgdarlið kvöldverð á veitingastaðnum Nítjándu á Garðavöllum, en heimsókninni lauk með tónleikunum Jólafriður þar sem kór Akraneskirkju söng.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember