Fara í efni  

Öflug ungmenni hreinsuðu hluta af strandlengju Akraness

Nemendur í 10.bekk í Grundaskóla unnu öflugt hreinsunarstarf á dögunum, en starfið var unnið í fjáröflunarskyni fyrir útskriftaferð. 

Útskriftanemar í Grundaskóla hafa ýmist safnað fyrir ferðinni með brauðsölu í skólanum sem og gangbrautagæslu. Covid faraldurinn setti vissulega strik í reikninginn hjá þeim þar sem brauðsalan var ekki opin og gangbrautargæsla takmörkuð þar sem nemendur voru á víð og dreif um sveitafélagið vegna framkvæmda á skólahúsnæðinu núna í vor.

Kalmannsvík að Elínarhöfða, Breiðin, Langisandur að Leyni ásamt Garðalundi og Klapparholti voru hreinsuð ásamt því að möl var færð til á safnarsvæðinu

Þökkum þessum kraftmiklu krökkum fyrir þeirra framlag til þess að fegra bæinn okkar

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00