Fara í efni  

Hvað er hægt að gera á Akranesi?

Nýverið var vefsíðunni skagalif.is hleypt af stokkunum og er markmiðið með síðunni að auðvelda fólki að finna upplýsingar um það sem er að gerast á Skaganum. Síðunni er skipt upp í tvo hluta. Á efri hluta síðunnar eru settar fram upplýsingar um tómstundir, menningu og útivist og á neðri hlutanum er viðburðadagatal.

Í efri hlutanum er lögð áhersla á að setja upplýsingar fram á aðgengilegan hátt. Innan tómstunda geta notendur fundið möguleika á ýmiskonar tómstundum fyrir mismunandi aldurshópa. Undir menningu má nálgast upplýsingar um þá menningarviðburði sem eru sérstakir fyrir Akranes sem og menningarstofnanir og áhugaverða staði sem hægt er að sækja heim. Í flokkinum útivist er að finna upplýsingar um áhugaverðar náttúruperlur og aðra staði þar sem hægt er að stunda margskonar útivist.

Við vinnslu menningarstefnu kaupstaðarins sem fór fram á árunum 2017-2018 kom skýrt fram að þörf væri fyrir miðlæga skráningu viðburða á Akranesi. Við því var brugðist og er slíkt viðburðadagatal á þessari síðu. Viðburðadagatalið gefur öllum kost á að skrá viðburði sem eiga sér stað á Akranesi.

Vefurinn og efni hans er enn í vinnslu. Gestir eru hvattir er til að senda allar ábendingar um viðbætur og lagfæringar á akranes@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00