Fara í efni  

Nýr leikskóli í Skógarhverfi - undirskrift verksamnings

Frá undirritun samnings þann 7. maí 2021
Efri röð: Anna María Þráinsdóttir frá Verkís, Alfreð Þór A…
Frá undirritun samnings þann 7. maí 2021
Efri röð: Anna María Þráinsdóttir frá Verkís, Alfreð Þór Alfreðsson og Sigurður Páll Harðarson f.h. Akraneskaupstaðar.
Neðri röð: Sigurjóns Skúlason f.h. Sjamma ehf, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Heimir Einarsson f. h. Sjamma ehf.

Föstudaginn 7. maí síðastliðinn var skrifað undir verksamning vegna uppsteypu og utanhúsfrágangi á nýju leikskólahúsnæði við Asparskóga 25.  Sjammi ehf er verktaki og mun Verkís hafa umsjón með verkinu fyrir hönd Fasteignafélags Akraneskaupstaðar. 

Verkefnið nær til að byggja um 1500 m² leikskóla úr forsteyptum einingum. Hluti af verki er að koma fyrir lögnum í grunni, gluggar og hurðar skulu settar í,  ásamt því skal ganga frá þaki og ljúka öllum utanhúsfrágangi á byggingunni.

Áætlað er að verklok sé eigi síðar en 1. mars 2022.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00