Fara í efni  

Neyðarkall Björgunarsveita

Sigurður og Sævar við afhendingu Neyðarkallsins sem er þetta árið vélsleðakappi.
Sigurður og Sævar við afhendingu Neyðarkallsins sem er þetta árið vélsleðakappi.

Akraneskaupstaður hefur í fleiri ár stutt við bak Björgunarsveita með kaupum á stærri útgáfu Neyðarkallsins. Í gær, þann 7. nóvember afhenti Sigurður Ingi Grétarsson, frá Björgunarfélagi Akraness, Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra Neyðarkall 2017. Prýðir hann nú skrifstofu bæjarstjóra ásamt Neyðarköllum síðustu ára. 

Fyrir þá sem ekki vita þá er Neyðarkall björgunarsveita fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni/konu. Salan fer fram fyrstu helgina í nóvember ár hvert um land allt. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekking

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00