Fara í efni  

Myndlistarsýningin Flæði í Guðnýjarstofu

Myndlistarsýningin Flæði.
Myndlistarsýningin Flæði.

Laugardaginn 28. mars sl. opnaði myndlistarhópurinn Mosi myndlistarsýninguna Flæði í Guðnýjarstofu, Safnaskálanum að Görðum. Mosi myndlistarhópur samanstendur af ellefu myndlistarmönnum sem koma saman einu sinni í viku til að mála, ræða myndlist, gagnrýna og fá ráðleggingar hvert hjá öðru. Hópurinn var stofnaður vorið 2014 og var hópurinn svo heppinn að finna húsnæði sem hann getur leigt eitt kvöld í viku. Í Mosa eru þau Anna Kristín Einarsdóttir, Baldvin Viðarsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Gurli Geirsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Jóhanna M. Thorlacius, Nína Kolbrún Guðmundsdóttir, Ólafur Stefánsson,Sigríður Hjartardóttir, Smári Jónsson og Þorgerður Guðmundsdóttir.

Sýninguna Flæði hugsar Mosi annars vegar sem einstaklings uppsetningu þar sem hver fær sitt rými og hins vegar sem hópsýningu þar sem hver sýnir eina mynd. Umfjöllunarefni á sýningunni er vatn og má það birtast á fletinum sem sjór, stöðuvatn, tjörn eða bara hvað sem er, svo framalega það væri vatn á myndinni. Þetta gerir hópurinn til að sýna hvernig hvert og eitt þeirra myndi fást við þess háttar verkefni.

Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17 til 26. apríl nk. og er aðgangur ókeypis.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00