Fara í efni  

Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2017

Handhafar menningarverðlauna Akraness 2016, Club 71, ásamt Ellu Maríu Gunnarsdóttur, Regínu Ásvaldsd…
Handhafar menningarverðlauna Akraness 2016, Club 71, ásamt Ellu Maríu Gunnarsdóttur, Regínu Ásvaldsdóttur og Ingþóri Bergmann Þórhallssyni.

Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 26. október til 5. nóvember næstkomandi. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 15. október. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hver fái menningarverðlaunin 2017. Mikilvægt er að setja inn rökstuðning með tilnefningunni. 

 

Menningarverðlaun Akraness 2016 hlaut Club 71 sem er félagsskapur Skagamanna sem fæddust árið 1971. Club 71 hefur staðið fyrir fjölda viðburða á Akranesi á undanförnum árum þar sem helst ber að nefna árlegt þorrablót Skagamanna sem meðlimir undirbúa og framkvæma í sjálfboðavinnu og fjölsóttan brekkusöng á Írskum dögum. Ágóði þorrablótsins hefur runnið til íþrótta- og menningarstarfs á Akranesi. Þorrablótin hafa vaxið ár frá ári og eru afar vinsæl og orðin fastur hluti af menningarstarfsemi á Akranesi. Starf Club 71 hefur sett jákvæðan svip á bæjarbraginn og auðgað menningarlíf bæjarbúa. Hér er hægt að sjá hverjir hafa fengið menningarverðlaun Akraneskaupstaðar frá árinu 2007.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00