Fara í efni  

Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2015

Ingþór Bergmann og Heiðrún Hámundardóttir.
Ingþór Bergmann og Heiðrún Hámundardóttir.

Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 29. október til 8. nóvember. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 18. október nk. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hver fái menningarverðlaunin 2015. Mikilvægt er að setja inn rökstuðning með tilnefningunni. 

Það var Heiðrún Hámundardóttir sem fékk menningarverðlaunin fyrir árið 2014 fyrir árangur í tónlistarstarfi á Akranesi. Heiðrún stóð að stofnun tónlistarbrautar á unglingastigi í samstarfi við Grundaskóla og Tónlistarskólann á Akranesi. Hún hefur verið ötul við vinnu með unglingum, m.a. skipulagt Ungir-Gamlir á Akranesi þar sem tónlistarnemendur fá að spreyta sig með eldri átrúnaðargoðum í tónlist á æfingum og á sviði.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00