Fara í efni  

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi vegna Sementsreits

Sementsreitur. Ljósmynd: Finnur Andrésson.
Sementsreitur. Ljósmynd: Finnur Andrésson.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir Sementsreit skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að iðnaðarsvæði er í breytt í miðsvæði og íbúðarsvæði auk þess sem hluta hafnarsvæðis er breytt í miðsvæði. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt.

Hér er hægt að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar sem og einnig í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingar varðandi tillögurnar eiga að vera skriflegar og berast fyrir 20. febrúar 2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00