Fara í efni  

Laust starf skólaritara í Grundaskóla

Skólaritari óskast til starfa í 100% starf við Grundaskóla á Akranesi frá 15. ágúst 2016.  Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness. 

Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 600 nemendur og 100 starfsmenn.  Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans.  Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.

Helstu verkefni:

  • Er tengiliður skólans við foreldra, nemendur og aðra sem eiga erindi við skólann
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnendur skólans fela honum og geta fallið að starfslýsingu
  • Sér um daglegan rekstur skrifstofu, skráningu nýrra nemenda, símsvörun, afgreiðslu, ljósritun og tölvuvinnu eftir því sem óskað er
  • Sér um nemendaskrá (Mentor) og starfsmannaskrá
  • Sér um innkaup er tengjast skrifstofu og kennslu
  • Sér um heimasíðu og Facebook síðu skólans og varðveislu mynda í samráði við kennara og bókasafnsvörð
  • Er tengiliður við Stefnu – Matartorg vegna mötuneytis skólans

Menntun og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Krafist er góðrar tungumálakunnáttu (enska og danska)
  • Krafist er góðrar tölvukunnáttu auk þekkingar á skýrslugerð
  • Einstaklingur sem sækir um þetta starf þarf að vera skipulagður og vera sjálfstæður í vinnubrögðum
  • Farið er fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í hóp
  • Reynsla af skólastarfi er kostur

Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.  Umsóknarfrestur er til og með 7. júní n.k. 

Nánari upplýsingar veita Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri (hronn.rikhardsdottir@grundaskoli.is) og Sigurður Arnar aðstoðarskólastjóri (sigurdur.arnar.sigurdsson@grundaskoli.is)  í tölvupósti eða í síma 4331400


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00