Fara í efni  

Laust starf sálfræðings við sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs

Sálfræðingur óskast til starfa við sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar frá 1. ágúst 2016.  Laun eru í samræmi við kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga. 

Sérfræðiþjónusta skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 584/2010.  Starfsmenn sérfræðiþjónustu eru sálfræðingar, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi og deildarstjóri. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veitir starfsfólki leik- og grunnskóla stuðning við að efla skóla m.a. með fræðslu og ráðgjöf vegna kennslu og umönnunar nemenda, sérkennslu, starfshátta skóla, nýbreytni- og þróunarstarf og starfsumhverfis
  • Veitir ráðgjöf og fræðslu/námskeið til foreldra
  • Sinnir athugunum, greiningu og ráðgjöf vegna nemenda.  Sinnir einnig eftirfylgni og mati á árangri í samstarfi við starfsfólk og foreldra
  • Er þátttakandi í barnateymi Akraness í samstarfi við HVE
  • Tekur þátt í stefnumótunarvinnu sem tengist málaflokknum og felur meðal annars í sér að móta þjónustuna í samræmi við reglur á hverjum tíma

Menntun og hæfniskröfur

  • Sálfræðimenntun og leyfi til að starfa sem slíkur hér á landi með leyfi landlæknis
  • Reynsla af greiningu og ráðgjöf á þroska- og hegðunarvanda barna og ungmenna skilyrði
  • Þekking og reynsla af starfi sálfræðings sérfræðiþjónustu skóla er kostur
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða
  • Færni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Faglegur metnaður
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta

Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svala Hreinsdóttir í tölvupósti á netfangið skoliogfristund@akranes.is eða í síma 433-1000.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00