Fara í efni  

Laust starf ritara í Brekkubæjarskóla

Laust starf ritara í Brekkubæjarskóla.

Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 460 talsins, en starfsmenn um 100.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn og sérhæfð ritarastörf s.s. símsvörun og upplýsingagjöf
  • Pantanir og innkaup
  • Samskipti vegna viðhalds á húsnæði og innanstokksmunum
  • Skjalavarsla
  • Skipulag á forföllum
  • Heldur utan um nemenda- og starfsmannaskrá í Mentor og Office
  • Heldur utan um skráningu nemenda í Matartorg
  • Ýmis verkefni í samráði við stjórnendur

Hæfnikröfur

  • Reynsla af ritarastörfum í skóla
  • Faglegur metnaður, þjónustulipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð sem og frumkvæði í starfi
  • Þekking á tölvukerfunum Mentor, Office365 og Matartorgi æskileg
  • Íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2021.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100% og er vinnutími frá 7:45-15:45. Starfið er laust frá 1. apríl 2021.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í síma 433-1300.

Hér er sótt um starfið rafrænt í gegnum þjónustugátt Akraneskaupstaðar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00