Fara í efni  

Laust starf deildarstjóra í Leikskólanum Teigaseli

Leikskólinn Teigasel.
Leikskólinn Teigasel.

Teigasel er þriggja deilda leikskóli með 72 börn og hópi metnaðarfullra starfsmanna. Um er að ræða stöðu deildarstjóra til og frá og með 17. desember 2015 til 30. júní 2016. Launakjör eru samkvæmt kjarasamning KÍ og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun áskilin
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og áhugasemi
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Stundvísi og góð íslenskukunnátta

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2015 og er vakin athygli á að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00