Fara í efni  

Laus störf í liðveislu hjá Akraneskaupstað

Garðalundur
Garðalundur

Um er að ræða hlutastörf í liðveislu við börn og fullorðna. Helstu markmið liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoða fólk við að njóta menningar og félagslífs. 

Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 20 ára og hafi reynslu sem gæti nýst í starfi. Liðveitendur vinna gjarnan sjálfstætt en hafa stuðning ráðgjafaþroskaþjálfa eftir þörfum. Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi eða með annarri vinnu. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga annars vegar við Verkalýðsfélag Akraness eða Starfsmannafélag Reykjavíkur.

Hæfniskröfur:

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leikni við að bregðast við óvæntum aðstæðum.
  • Frumkvæði og sveigjanleiki.
  • Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.

Sótt er um hér rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar eða með því að skila inn umsókn í þjónustuveri á 1. hæð að Stillholti 16-18. Nánari upplýsingar veitir Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi í tölvupósti: berglind.johannesdottir@akranes.is eða í síma 4331000.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00