Fara í efni  

Kynningafundur vegna breytinga á deiliskipulagi Dalbrautarreits

Kynningafundur vegna breytinga á deiliskipulagi Dalbrautarreits

Dalbraut 8 – 17. janúar 2022

Kynningafundur vegna breytinga á deiliskipulagi Dalbrautarreits er varðar Dalbraut 8, verður haldinn sem netfundur í gegnum Teams, mánudaginn 17. janúar 2022 kl. 17:00. Sjá hlekk https://akranes.is/is/skipulag-i-kynningu. Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á facebook. Kjörið er að senda inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur.

Upptaka af kynningarfundi

Vinnslutillaga: Breyting á Deiliskipulagi Dalbrautarreits.

Í fyrirhugaðri breytingu er gert ráð fyrir atvinnu- og félagsstarfsemi á jarðhæð. Byggingarreitur bílgeymslu og 1. hæðar er stækkaður. Nýtingarhlutfall lóðar breytist úr 1,6 í 2,0 og fl.

 

Ábendingar og sjónarmið þurfa að vera skriflegar og bersast fyrir 31. Janúar 2022 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is

 

Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður frestur til að gera athugasemdir við þær minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.

 

 

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00