Fara í efni  

Kynning á niðurstöðum úttektar Verkís verkfræðistofu á húsnæði Brekkubæjarskóla

Í gær 13. október 2021 barst endanleg skýrsla Verkís á úttekt á húsnæði Brekkubæjarskóla sem framkvæmd var vegna heilsufarseinkenna hjá nokkrum nemendum og starfsmönnum skólans.

Frá upphafi hafa stjórnendur og starfsfólk skólans miðlað upplýsingum um stöðu mála og framvindu eftir því sem tilefni hefur þótt til. Föstudaginn 1. október lágu frumniðurstöður úttektarinnar fyrir og strax í kjölfarið var gripið til aðgerða sem miða að því að nemendur og starfsfólk nýti ekki íverustaði þar sem talið er að loftgæði séu ófullnægjandi. Má þar meðal annars nefna að ákveðnum skólastofum og rýmum var hreinlega lokað og viðgerðir m.a. þegar hafnar á salernum í álmu 4. Fyrr í mánuðinum fór fram ítarlegri skoðun á rýmum skólans, sýni tekin þar sem ástæða þótti til og nú liggja niðurstöður heildarúttektarinnar fyrir.

Í kvöld var kynningarfundur fyrir foreldra og starfsfólk þar sem endanleg skýrsla Verkís var kynnt af Indriða Níelssyni verkfræðingi sem hafði umsjón með úttektinni. Auk hans voru frummælendur á fundinum Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Á fundinum gafst þátttakendum tækifæri til að spyrja spurninga, koma með ábendingar og eiga innihaldsríkt samtal um stöðuna.

Ljóst er að framundan er viðamikið verk við endurbætur á skólahúsnæði Brekkubæjarskóla. Meðal þess sem þarf að lagfæra víða um skólann eru salerni, gluggar og suður í gólfdúkum en á öðrum stöðum er um sértækari viðgerðir að ræða.

Bæjaryfirvöld munu á næstu dögum og vikum fjalla um og taka ákvarðanir um þær framkvæmdir sem ljóst er að ráðast þarf í á húsnæðinu til að skapa fullnægjandi aðstæður til kennslu.

 

Meðfylgjandi er slóð á lokaskýrsluna sem og á aðrar upplýsingar sem málið varða:

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00