Fara í efni  

Kosning um íþróttamann Akraness árið 2018

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2018. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í íbúagátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. desember til 2. janúar. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli og skal tekið fram að kosningin er með engu móti rekjanleg þrátt fyrir rafræna auðkenningu. Auðkenni þátttakenda eru dulkóðuð þegar niðurstaða kosningarinnar er tekin saman. Umsjónaraðili kosningarinnar getur aðeins séð niðurstöðu kosningarinnar sjálfrar og hvenær atkvæðin koma inn hverju sinni. Kosningin nær einungis til svæðis undir póstnúmeri 300 og getur hver þátttakandi aðeins kosið einu sinni.

Frekari upplýsingar um aðila sem tilnefndir eru, má nálgast hér. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00