Fara í efni  

Katrín Jakobsdóttir heimsótti Akraness nú á dögunum

Sævar Freyr, Katrín og fiskurinn Jürgen Norbert Klopp en hann er skírður í höfuð á þjálfara Liverpool sem Katrín heldur með.Miðvikudaginn 13. febrúar síðastliðinn tóku bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og embættismenn Akraneskaupstaðar á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem var í embættisferð á Akranesi að heimsækja Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og Akraneskaupstað. Með Katrínu í för var aðstoðarmaður hennar Lísa Kristjánsdóttir og Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri voru búin að taka saman minnisblað með helstu áherslumálum bæjarins fyrir fundinn og var það afhent forsætisráðherra. Þar á meðal var til umræðu hagur barna og ungs fólks, þá einna helst menntamál og framþróun menntunar á Íslandi og þau tækifæri sem Akranes hefur að bjóða á þessu sviði. Öruggt húsaskjól, hagfellt húsnæði og öruggar samgöngur, atvinnuöryggi og efling atvinnutækifæra og heilsa og forvarnir voru jafnframt þau atriði sem voru til umræðu.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri þakka forsætisráðherra kærlega fyrir komuna og óska henni velgengni í hennar mikilvægu störfum.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00