Fara í efni  

Jólaljósin á Akratorgi tendruð í morgunsárið

Jólaljós tendruð á Akratorgi
Jólaljós tendruð á Akratorgi

Í morgun voru jólaljósin á jólatrénu á Akratorgi tendruð. Vegna aðstæðna var fámennt en góðmennt við tilefnið en leikskólabörn fædd á árunum 2015 og 2016 tóku þátt að þessu sinni ásamt starfsfólki leikskólanna. Torginu var skipt upp í fjögur hólf þannig að hver leikskóli hefði sitt eigið pláss.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri bauð gesti velkomna og Samúel Þorsteinsson tók svo við með gítarinn við hönd. Stuttu seinna mættu fjórir hressir sveinkar sem Grýla hafði góðfúslega gefið leyfi til að skreppa til bæjar en hún er víst í rúminu með Covid-19 kerlingar greyið. Jólasveinarnir tóku nokkur lög með leikskólabörnunum og gáfu þeim í kjölfarið mandarínur. Að lokum spjölluðu þeir við þau börn sem höfðu hugrekki í að spjalla við sveinka.

Hér má sjá svipmyndir frá hátíðahöldunum sem Myndsmiðjan fangaði.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00