Ítrekuð skemmdarverk við sturtur á Langasandi

Borið hefur á ítrekuðum skemmdarverkum við sturtur á Langasandi undanfarið, þar hafa mottur verið rifnar upp og fjarlægðar. Starfsmenn Akraneskaupstaðar líta málið alvarlegum augum þar sem mikil slysahætta skapast því yfirborð undir sturtunum verður mjög hált. Einnig standa boltar upp úr yfirborðinu sem nýttir eru sem festingar fyrir motturnar.

Vinsamleg tilmæli til íbúa að láta vita ef þeir verða varir við að verið sé að fjarlægja motturnar.


   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður

    433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449