Fara í efni  

Íþróttabandalag Akraness auglýsir starf íþróttafulltrúa ÍA

Íþróttabandalag Akraness leitar eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á íþróttum og félagsstarfi. Starf íþróttafulltrúa er mjög fjölbreytt og skemmtilegt en viðkomandi einstaklingur sér um daglega þjónustu, samskipti og upplýsingamiðlun i tengslum við íþróttastarf á Akranesi. Um er að ræða 75 - 100% starf en nánari útfærsla á starfssamningi verður gerð í samstarfi við þann sem verður ráðinn. Íþróttafulltrúi er starfsmaður framkvæmdastjórnar ÍA.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  • Undirbúningur funda framkvæmdastjórn ÍA, upplýsingagjöf og eftirlit með verkefnum
  • Niðurröðun æfingatíma í íþróttamannvirkjum, iðkendaskráningu í Nóra og samvinna við stjórnir aðildarfélaga ÍA
  • Umsjón og ábyrgð með ýmsum viðburðum á vegum ÍA s.s. fræðslukvöldum, félagsstarfi og keppnishaldi.
  • Upplýsingamiðlun um íþróttafélög og íþróttastarf á Akranesi.
  • Samstarf ÍA við samstarfsaðila s.s. Akraneskaupstað, sérsambönd og íþróttahéruð.
  • Frumkvæði og þátttaka í stefnumótun um íþróttastarf á Akranesi sem hefur bæði uppeldisgildi og afreksgildi að leiðarljósi.

Hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi s.s. félags- og tómstundafræði, íþróttafræði eða uppeldis- og kennslufræði.
  • Áhersla er lögð á góð mannleg samskipti og skipulagshæfni.
  • Einlægur áhugi og þekking á íþróttum og félagsstarfi.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Hreint sakavottorð. 

Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að skila inn umsókn í þjónustuver á 1. hæð að Stillholti 16-18. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí. Nánari upplýsingar má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið akranes.ia@gmail.com


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00