Fara í efni  

Írskir dagar á Akranesi formlega settir

Fríða Kristín Magnúsdóttir viðburðastjóri, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Sædís Alexía Sigurmu…
Fríða Kristín Magnúsdóttir viðburðastjóri, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri skreyttu götuna við Akratorg með dyggri aðstoð starfsmanna garðyrkjudeildar.

Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi var formleg sett við Akratorg í gær, fimmtudaginn 1. júlí og er hátíðin nú haldin í 22. sinn. Elsa Lára Arnardóttir formaður bæjarráðs Akraness setti hátíðina formlega í viðurvist leikskólabarna og annarra gesta. Íþróttaálfurinn, Solla Stirða og Halla Hrekkjusvín kíktu í heimsókn og vöktu mikla lukku meðal barnanna.  Börnum og gestum var síðan boðið uppá svala og kleinur. 

Við setninguna stóð til að mála götu við torgið í írskum fánalitum en vegna veðurs var það ekki hægt og var því gripið tækifærið í góða veðrinu sem skartar flórídaskagann í dag og gatan máluð. Sævar Freyr bæjarstjóri, Sædís Alexía skrifstofustjóri og Fríða Kristín viðburðastjóri lögðu lokahönd á málningarvinnu ungra pilta úr garðyrkjudeild bæjarins. 

Um helgina verða ýmsir viðburðir um allan bæ, m.a. karnival á Merkurtúni, skemmtidagskrá á Akratorgi þar sem m.a. rauðhærðasti íslendingurinn verður krýndur, sandkastalakeppni við Langasand, lifandi tónlist, matarvagnar, markaðir og svo margt fleira. „Dagskráin í ár er stórskemmtileg ef ég segi sjálfur frá, við erum með fasta liði eins og venjulega en einnig nýja liði eins og fleiri viðburði fyrir unga fólkið okkar, m.a. sundlaugarpartý sem var haldið í gær og froðubolta í Garðalundi á morgun. Þá eru engar takmarkanir í gildi á Íslandi og hvað betra en að sjá Helga Björns og reiðmenn vindanna halda uppi stuðinu á tónleikum annað kvöld, annars staðar en í sjónvarpinu" segir Sævar Freyr.  

Við hvetjum unga sem aldna til þess að gera sér glaðan dag og njóta þess sem dagskrá helgarinnar hefur uppá að bjóða.

Dagskrá helgarinnar má skoða HÉR en einnig eru allir viðburðir skráðir á www.skagalif.is 
Svipmyndir frá setningu má skoða hér að neðan. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00