Fara í efni  

Innritun í leikskóla og sumarleyfi leikskólanna 2020

Samkvæmt samþykkt á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs verður inntaka í leikskólanna í haust í samræmi við rekstraráætlun leikskólanna fyrir árið 2020. Þannig verði börnum sem eru fædd frá 1. maí 2018 - 31. maí 2019 boðið leikskólapláss á komandi skólaári.

Innritun mun fara fram fyrstu vikuna í mars og hvetjum við alla sem eiga eftir að sækja um leikskólapláss fyrir barnið sitt að fara inn á íbúagáttina og skila inn umsókn. Tilkynning mun birtast hér heimasíðu Akraneskaupstaðar þegar innritun hefur farið fram.

Á fundinum var einnig ákveðið að sumarleyfi leikskólanna sumarið 2020 verði fjórar vikur. Leikskólarnir leggi fram tillögu að lokunartíma eftir framkvæmd skoðanakönnunar meðal foreldra og að höfðu samráði við starfsmenn leikskólans.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00