Fara í efni  

Innanbæjarstrætó hættur að ganga

Innanbæjarstrætó á Akranesi gengur hvorki  í dag, 6. maí  né  á morgun, 7. maí  vegna verkfalls bílstjóra. Flestir bílstjóranna eru í Verkalýðsfélagi Akraness sem er aðili að starfsgreinasambandinu. Ef ekki semst fyrir 19. maí næstkomandi þá munu ferðir strætisvagnanna innanbæjar einnig falla niður 19. og 20. maí  og síðan frá 26. maí en þá hefur verið boðað til ótímabundins allsherjarverkfalls. Ferðir Strætó Bs á Akranes hafa einnig verið felldar niður í morgun. Verkfallið hefur einnig áhrif á leikskóla á Akranesi og á heimaþjónustu en hluti starfsmanna í heimaþjónustunni vinnur hjá fyrirtækinu Húsfélagaþjónustan ehf. og eru félagar í Verkalýðsfélagi Akraness.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00