Fara í efni  

Íbúum býðst ókeypis molta við grastippinn við sorpmóttökustöðina Höfðaseli.

Moltan er úr lífrænum úrgangi, athugið að um er að ræða kraftmikinn jarðvegsbætir og því æskilegt að blanda henni við aðra mold eða þá dreifa henni í þunnu lagi yfir gras og í beð. Forðist að láta moltuna liggja alveg upp við stöngla á trjám.

Moltan mun koma á staðinn fimmtudaginn 28.04.2022.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu