Í byrjun nýs skólaárs 2021-2022
Nú er skóla- og frístundastarf hafið á ný eftir sumarfrí í kringumstæðum sem við áttum ekki von á þegar síðasta starfsári lauk. Á ný hefst skólastarfið með tilteknum takmörkunum vegna Covid faraldursins og þá er gott að hafa okkar sterka stjórnenda- og starfmannahóp við störf en hópurinn býr yfir mikilli reynslu og fagmennsku til að takast á við verkefnin framundan í samstarfi við foreldra.
Allt skóla- og frístundastarf er skipulagt með það í huga að það verði með sem eðlilegustum hætti og að til sem minnstrar skerðingar komi. Stjórnendur í samstarfi við starfsmannahópinn skipuleggja sóttvarnir á hverjum stað með tilliti til þeirra aðstæðna sem þar eru.
Með því að huga alltaf að sóttvörnum geta starfsmenn og foreldrar hjálpast að við að draga úr hættu á smiti.
Hjá því verður væntanlega ekki komist að einhver smit komi upp og þá er mikilvægt að starfsmenn og foreldrar sýni aðgát og fari strax í skimun ef einkenna verður vart. Mikilvægt er að hafa varan á og senda ekki veik börn í skólann. Ef smit kemur upp getur það haft áhrif á starfsmannahópinn á starfsstöðvum okkar þannig að fáliðað verði á einstaka stöðum sem getur leitt til tímabundinnar skerðingar á skólastarfi.
Með samvinnu og bjartsýni tökumst við saman á við verkefnið.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember