Húsanöfn á Akranesi
Svavar Sigurðsson á Akranesi hefur fært Akraneskaupstað til varðveislu skrá yfir húsanöfn á Akranesi. Sigurlína Guðmundsdóttir og Kristín Jónsdóttir unnu að því á árunum 2010 og 2011 að skrá niður húsanöfn á Akranesi. Sú vinna var unnin í samvinnu við m.a. Braga í Kirkjubæ og var stuðst við æviskrá Akurnesinga við gerð listans. Það var síðan árið 2015 sem Svavar Sigurðsson ásamt bróður sínum, Boga Sigurðssyni eignuðust fyrrgreinda skráningu húsanafna og fóru strax að vinna að endurbótum á skráningunni. Fengu þeir m.a. upplýsingar úr Árbókum Akurnesinga, úr handriti Þorsteins Jónssonar og í gegnum greinar Gísla S. Sigurðssonar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir Svavar og Bogi taka svona verkefni að sér en þeir hafa safnað skrá yfir nöfn á fossunum í Berjadalsá og mælt þá og myndað. Þeir héldu myndasýningu í Bókasafni Akraness og voru nöfnin skráð örnefni hjá Landmælingum Íslands. Annað verkefni sem þeir hafa unnið að eru örnefnin á Garðaflóa sem er svæðið frá Golfvellinum og upp að Akrafjalli. Voru einnig viðbætur og leiðréttingar þeirra skráðar hjá Landmælingum Íslands.
Bræðurnir óska jafnframt eftir frekari upplýsingum um nöfn og götuheiti eða staðsetningu. Hægt er að senda póst á svavar.sig@internet.is.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember