Fara í efni  

Hreinsun gatna

Nú standa yfir vorhreinsunardagar og er ánægjulegt að sjá hversu margir bæjarbúar hafa nýtt sér grenndargáma sem settir hafa verið upp á 3 stöðum í bænum. 

Í kjölfar þessara vorhreinsunardaga er upplagt að fara hreinsun gatna bæjarins. Götum bæjarins verður skipt upp í 4 svæði og er áætlað að hreinsun hvers svæði taki einn dag, sjá nánari svæðaskiptingu á meðfylgjandi mynd.  

Akraneskaupstaður biður bæjarbúa að fylgjast vel með dagsetningum um fyrirhugaða hreinsunardaga, færa ökutæki ef kostur er á, til að tryggja að hreinsunin gatna gangi auðveldlega fyrir sig.

Dagar hreinsunar eru:

 • 10. maí : Svæði 1 (grænt svæði)
 • 11. maí : Svæði 2 (fjólublátt svæði)
 • 12. maí : Svæði 3 (blátt svæði)
 • 13. maí : Svæði 4 (rautt svæði)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00