Fara í efni  

Höfðasel - lokun vegna framkvæmda

Tilkynning um götulokun

Unnið er að lagfæringum við Höfðasel. Verið er að endurnýja götuyfirborð á gatnamótum Höfðasels og Akrafjallsvegar. Þessi hluti Höfðasels er aðkoma að gámasvæði, aðkoma að svæði þar sem íbúar losa garðaúrgang og leiðin að Akrafjalli.

Koma þarf fyrir ræsi undir götuna og þess vegna verður að loka fyrir umferð á meðan ræsinu er komið fyrir.

Höfðasel verður því lokað fyrir allri umferð frá klukkan 19:00 laugardaginn 29. ágúst. Gera má ráð fyrir að lokunin vari í um 3 – 4 klukkustundir.

Mikil umferð er um þessi gatnamót og eru vegfarendur beðnir um að sýna verktaka tillitsemi á meðan framkvæmdir standa yfir. Verkefnið er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Akraneskaupstaðar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00