Fara í efni  

Hirðing á jólatrjám

Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa á næstu dögum. Þjónustan er í boði fyrir alla bæjarbúa. Starfsmenn áhaldahúss munu hefjast handa við að sækja trén á morgun og fimmtudag.

Það eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu, starfsmenn munu ekki fara inn í garða að sækja tré. Athugið að það eru eingöngu jólatré sem verða tekin, ekki annað sorp.

Við viljum einnig nýta tækifærið og hvetja bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, tertur, blys og annað sem fellur til vegna nýárs- og þrettándagleði. Gám undir flugeldarusl er að finna fyrir utan húsnæði Björgunarfélags Akraness, Kalmansvöllum 2. Athugið að gámurinn er eingöngu undir flugeldarusl, mikilvægt er að því sé ekki blandað saman við annað rusl.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu