Fara í efni  

Helga Guðrún Jónsdóttir er rauðhærðasti Íslendingurinn

Helga Guðrún Jónsdóttir er Rauðhærðasti Íslendingurinn 2016,   Ljósmynd: Myndsmiðjan
Helga Guðrún Jónsdóttir er Rauðhærðasti Íslendingurinn 2016, Ljósmynd: Myndsmiðjan

Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2016 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag en það er Helga Guðrún Jónsdóttir sem vann titilinn. Alls tóku 34 þátt í keppninni að þessu sinni en keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn hefur verið haldin á Írskum dögum frá upphafi eða í 17 ár. Helga Guðrún verður ellefu ára síðar í mánuðinum og býr í Keflavík. Hún kom ásamt fjölskyldu sinni á Akranes til að taka þátt í keppninni en Helga hefur fylgst með keppninni í mörg ár. Helga fær að launum ferð til Írlands fyrir tvo með Gaman Ferðum.

Í dómnefnd voru Stefanía Sigurðardóttir og Inga Hrönn Óttarsdóttir frá Mozart Hársnyrtistofu og var dómnefnd einhuga um valið.

Mikill mannfjöldi er staddur á Akranesi en dagskrá Írskra daga er mjög fjölbreytt. Að sögn Hallgríms Ólafssonar verkefnisstjóra fór skemmtanahald vel fram í gærkveldi og bærinn hefur iðað af lífi í allan dag. Í kvöld verður brekkusöngur og dansleikurinn Lopapeysan á hafnarsvæðinu.

Fleiri myndir eru á facebook síðu Írskra daga.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00