Fara í efni  

Háholt - lokun götu

Vegna veituframkvæmda þarf að loka Háholti fyrir akandi umferð um miðja götuna. Lokun verður öðru hvoru megin við helgina. Annaðhvort föstudaginn 4. febrúar eða mánudaginn 7. febrúar. Svæðið sem lokað verður, er sýnt á mynd með tilkynningunni. Aðkoma að húsum frá númer 23 – 35 og 18 – 32 verður frá Stillholti, þ.e. gegnum bílastæði við Galító. Veitur hafa ekki lagt fram áætlun um hvað lokun götunnar mun vara lengi. Veðuraðstæður geta haft áhrif á það m.a. Reynt verður að opna götuna fyrir umferð eins fljótt og hægt er. 

Skipulags- og umhverfissvið 

Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00