Fara í efni  

Gulla dagmamma hættir eftir 40 ár

Kveðjustund Gullu dagmömmu
Kveðjustund Gullu dagmömmu

Guðlaug Aðalsteinsdóttir eða Gulla dagmamma eins og flestir þekkja hana lét af störfum í lok júní síðastliðinn eftir 40 ára starf sem dagmamma á Akranesi. Á þessum fjörtíu árum hefur Gulla verið með 390 börn í vistun, þá m.a. börn barna sem voru í vistun hjá Gullu.

Bæjarstjórn Akraness bauð henni og gestum til veislu og þakkaði Sævar Freyr bæjarstjóri henni fyrir sitt framlag til samfélagið á Akranesi. Gulla fékk einnig smá þakklætisvott frá Akraneskaupstað.

Akraneskaupstaður óskar Gullu velfarnaðar og bestu þakkir fyrir sín störf í þágu barna og fjölskyldna þeirra.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00