Gleði við göngin - margt í boði á Akranesi í sumar
Í sumar verður markaður á og við Akratorg sem hjónin Kristbjörg Traustadóttir og Björgvin Björgvinsson munu hafa umsjón með. Bæjarráð og skipulags- og umhverfisráð hafa tekið vel í markað og aðra viðburði í miðbæ Akranes. Markaðurinn verður haldinn á laugardögum milli kl. 12-16 og verður sá fyrsti 11. júní. Í boði eru alls kyns gamlir munir, allt frá leirtaui og skemmtilegum leikföngum í smærri húsgögn.
Þann 17. júní stefna Kristbjörg og Björgvin einnig á að opna sýningu safnara á 1. hæð gamla Landsbankahússins að Suðurgötu 54. Sýningin mun samanstanda af munum frá söfnurum og verður m.a. hægt að skoða safn fíla, bíla, uglur, kveikjara, róbóta og margt fleira. Fyrsti samstarfsfundur safnara á Akranesi var haldinn þann 26. apríl sl. og sóttu um 10 manns fundinn.
Akraneskaupstaður mun í sumar standa fyrir markaðsátaki með áhersluorðunum „Gleði við göngin“. Verður verkefnið unnið undir forystu Hlédísar Sveinsdóttur, sem m.a. hefur haldið utan um matar- og antikmarkaðinn á Akranesi síðastliðinn tvö ár. Markmiðið er að kynna hvað Akranes hefur upp á að bjóða, bæði fyrir bæjarbúa og ferðamenn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember