Fara í efni  

Uppfært Garðagrund - malbikun

Enn hafa hafa orðið tafir á malbikun við Hvalfjarðargöng. Því þarf að fresta malbikun Garðagrundar til 29.07.2021. Erfitt er að eiga við aðstæður um þessar mundir vegna álags hjá verktökum.

Aðgengi að Furugrund verður um Garðagrund í dag 28.07. Þegar malbikun hefst verður aðgengi að Furugrund lokuð um Garðagrund, fyrir akandi umferð. Íbúum við Furugrund verður gefin kostur á því að komast að heimilum sínum um stíg frá Bjarkagrund.

Hjáleið er um Innnesveg og Leynisbraut fyrir aðkomu að Leynisbraut, Ásabraut, Jörundarholti, Víðigrund, Reynigrund og austari botnlanga Grenigrundar.

Eftir malbikun verður létt á lokunum, en áfram verður unnið við götupartinn og má gera ráð fyrir einhverjum lokunum fyrri hluta ágúst.

Íbúar verða fyrir óþægindum vegna þessa. Beðist er velvirðingar á því að ekki er hægt, vegna aðstæðna, að haga málum öðruvísi.

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00