Fara í efni  

Gabríel Ísak Rauðhærðasti Íslendingurinn 2018

Frá Akratorgi í dag Mynd: Myndsmiðjan
Frá Akratorgi í dag Mynd: Myndsmiðjan

Hinn 15 ára gamli Skagamaður, Gabríel Ísak Valgeirsson, var í dag valinn Rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 en valið var kunngjört á Akratorgi þar sem fram fór fjölskylduskemmtun á Írskum dögum. Dómnefndin var skipuð þremur starfsmönnum Gaman ferða sem bjóða einmitt sigurvegaranum flug til Dublin fyrir tvo. Margt var um manninn og fjölbreytt skemmtiatriði á dagskrá en Írskir dagar eru nú haldnir í 19. skipti.  Veður var með besta móti. Þó rignt hafi eftir hádeg varð veður sífellt betra og betra og um fjögur leitið skein sólin á hátíðargesti sem kunnu vel að meta. Gabríel Ísak Valgeirsson


   
Fara efst
á síðu
  • Fyrirmyndarstofnun 2018
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449