Fara í efni  

Fyrsti fundur stýrihóps um innleiðingu á Heilsueflandi samfélagi á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti fyrr á árinu að innleiða verkefnið Heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis og Íþróttabandalag Akraness. Þann 2. september sl. kom stýrihópur verkefnisins á Akranesi saman til fyrsta fundar. 

Í stýrihópnum eru:

 • Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, tengiliður Akraneskaupstaðar við verkefnastjóra
 • Katrín Leifsdóttir, fulltrúi grunnskólanna
 • Ívar Orri Kristjánsson, fulltrúi frístundar
 • Sigrún Vigdís Gylfadóttir, fulltrúi leikskólanna
 • Hrefna Rún Ákadóttir, fulltrúi almennrar félagsþjónustu
 • Laufey Jónsdóttir, málsvari aldraðra
 • Sylvía Kristinsdóttir, málsvari fatlaðra – starfar í Fjöliðjunni

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélagið á Akranesi í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Markmið Heilsueflandi samfélags á Akranesi eru einnig að sveitarfélagið verði sjálfbærara, skilvirkara og eftirsóknarverðara til búsetu, t.d. með því að auka jöfnuð meðal íbúa þess. Þessi markmið nást fyrst og fremst fram með því að bæta lífsgæði íbúanna þar sem andleg og líkamleg heilsa er í öndvegi og stuðlar að ánægðari, hamingjusamari og heilsuhraustari íbúum. Við samsetningu hópsins var leitast við að hafa fulltrúa sem flestra hópa í samfélaginu, sérstaklega þeirra hópa sem hafa mikinn snertiflöt við þjónustu sveitarfélagsins s.s. börn og aldraða.

Undirritun formlegs samnings um Heilsueflandi samfélag við Embætti Landslæknis mun eiga sér stað þann 3. október næstkomandi. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00