Fara í efni  

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á Farsældarþingi mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á Farsældarþingi, frá vinstri: Arndís Ósk Valdimarsdóttir - Félagsráðgja…
Fulltrúar Akraneskaupstaðar á Farsældarþingi, frá vinstri: Arndís Ósk Valdimarsdóttir - Félagsráðgjafi í Brekkubæjarskóla, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir - Deildarstjóri í Brekkubæjarskóla, Vigdís Jónsdóttir - Málstjóri á Velferðar og mannréttindasviði, Sólveig Sigurðardóttir - Deildarstjóri farsældarþjónustu barna, Dagný Hauksdóttir - Sviðstjóri mennta- & menningarmála, Ívar Orri Kristjánsson - Forstöðumaður Þorpsins, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg - Verkefnastjóri Brekkubæjarskóla, Berglind Jóhannesdóttir - Ráðgjafaþroskaþjálfi á Velferðar og mannréttindasviði, Brynhildur Benediktsdóttir - Námsráðgjafi Brekkubæjarskóla.

Alls tóku yfir 1.100 manns þátt í Farsældarþingi sem mennta- og barnamálaráðuneytið stóð fyrir í Hörpu í gær. Á þinginu fór fram víðtækt samtal fagfólks, þjónustuveitenda, stjórnvalda, barna og aðstandenda um farsæld barna og er þingið mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra opnaði þingið og kynnti nýjan vef og mælaborð um farsæld barna.

Innleiðing farsældarlaganna er í fullum gangi á vettvangi sveitarfélaga, framhaldsskóla, heilbrigðiskerfisins og innan lögreglunnar. Kerfi íþrótta og tómstunda hafa þar einnig miklu hlutverki að gegna. Hefur ráðherra lagt áherslu á gott samtal og samstarf ólíkra aðila og er farsældarþing öflugt tæki til að auðvelda þessum ólíku kerfum að stilla saman strengi með samþættingu og farsæld barna að leiðarljósi.

Þess má geta að Akraneskauptaður er eitt af fjórum frumkvöðlasveitarfélögum við innleiðingu á farsæld. Þrír fulltrúar ungmenna frá Akranesi tóku þátt á Farsældarþinginu, það voru þau Davíð Logi, Aldís Ingibjörg og Sigurður. Stóðu sig með stakri prýði og voru flottir fulltrúar Skagans ásamt fjöldanum öllum af fagaðilum úr öllum áttum!

Fyrir áhugasöm má lesa frétt á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér.

Frá vinstri: Ívar Orri Kristjánsson, Aldís Ingibjörg, Davíð Logi og Sigurður.

Fulltrúar ungmenna frá Akranesi ásamt Ásmundi Einari, ráðherra.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00