Framkvæmdir við Stillholt 21 - tilkynning til nærliggjandi íbúa og fyrirtækja
Í dag þann 17. apríl hefjast framkvæmdir við niðurrekstur staura vegna fjölbýlishúss við Stillholt 21. Um er að ræða 115 staura sem reknir eru niður með höggorku.
Á meðan á framkvæmdum stendur mega íbúar búast við að heyra högghávaða frá framkvæmdarsvæðinu. Höggin eru taktföst og geta verið upp undir 90 á mínútu. Stefnt er að verkið taki 2 vikur.
Allir staurar eru reknir niður í klöpp þannig að fullnægjandi burður sé tryggður undir sökkla hússins. Staurarnir eru frá 4,5-7,5 metra langir, ýmist reknir lóðrétt niður eða undir halla. Samhliða rekstri staura er nákvæmt eftirlit með hreyfingu í jörðu umhverfis vinnustaðinn og hafa „titringsmælar“ verið settir á nálæg hús og er fylgst nákvæmlega með titringi til að tryggja að viðmiðunarmörkum um slíkar framkvæmdir sé fullnægt.
Það er Mannvit sem er eftirlitsaðili staurarekstursins. Við vonum að framkvæmdirnar valdi ekki miklum ama og íbúar sýni þessum óhjákvæmilegu höggum þolinmæði á verktímanum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember