Fara í efni  

Framkvæmdir við Laugarbraut - endurnýjun gangstéttar

Akraneskaupstaður í samstarfi við Veitur, munu fara í endurnýjun gangstéttar vestan megin á Laugarbrautinni.

Byrjað verður á að brjóta upp gangstéttina og Veitur munu svo taka við og skipta um lagnir í stéttinni, sem og að endurnýja heimtaugar inn í hús. Þegar lagnavinna verður búin mun verktaki kaupstaðarins steypa nýjar stéttar.

Verktaki kaupstaðarins er Skóflan hf.

Verktaki Veitna er Þróttur ehf.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist 7. eða 8. júní og verði lokið seinnihluta júlí.

Svæðið sem unnið verður við er frá göngustíg sem liggur meðfram safnaðarheimilinu Vinaminni og að lóðamörku Laugarbrautar 23 og Akurgerðis 4. Laugarbrautin verður þveruð þar vegna lagnatenginga og verður gatan því botnlangagata frá Skólabraut á hluta framkvæmdatímans, á meðan unnið er við lagnir er þvera götuna.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00