Fara í efni  

Framkvæmdir við fráveitu við Krókalón að hefjast

Veitur eru að hefja vinnu við lagningu  fráveitulagna og byggingu dælubrunns við Krókalón í þeim tilgangi að veita frárennslinu áleiðis í nýja hreinsistöð sem gangsett verður fyrir árslok.

Framkvæmdasvæðið er frá Krókatúni 20 að Vesturgötu 105, meðfram grjótgarðinum í fjörunni. Byggður verður staðsteyptur, niðurgrafinn dælubrunnur neðan við Vesturgötu 69 og ný yfirfallsútrás verður lögð frá honum um 100 m út í sjó. Gamla útrásin verður fjarlægð eftir að hreinsistöðin verður komin í gang.

Framkvæmdir eru að hefjast og áætlað er að þær standi fram á haust. Óhjákvæmilega fylgir henni rask og biðja forsvarsmenn Veitna íbúa að sýna því skilning. Myndin með fréttinni sýnir legu nýrra fráveitulagna við Krókalón og þar verður þungi framkvæmdanna mestur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00