Fara í efni  

Framkvæmdir við C-álmu Grundaskóla að hefjast

Sjammi ehf. hefur hafið framkvæmdir C-álmu Grundaskóla. Verið er að vinna í aðstöðusköpun og vinnugirðingum. Í næstu viku hefst niðurrif á 1. hæð og jarðvinna. Starfsfólk Grundaskóla hefur unnið að því að tæma hæðina í vikunni.

Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd sem fylgir óhjákvæmilega talsvert rask. Mikil áhersla er á öryggisráðstafanir þar sem starf skólans er á fullu meðan á framkvæmdum stendur. Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá afmörkun vinnusvæðis og skýringar. Búast má við aukinni þungaumferð um Víkurbraut og í gengum plan við Grundaskóla.

Skipulag vinnusvæðis má sjá hér. 

Á meðan á framkvæmdum við C-álmu Grundaskóla stendur verða settar upp 4 gámaeiningar með alls 8 kennslustofum á lóð Grundaskóla. Uppsetning á þessum einingum stendur yfir og á að vera að fullu lokið um 15. apríl.

Gámaeiningarnar koma frá Profilex í Litháen en innflutningsaðili er Emerald. Einingarnar koma fullbúnar og eru uppsettar af teymi frá framleiðanda. Aðrir verktakar sem koma að verkinu eru Þróttur sem sér um undirstöður og jarðvinnu, HM pípulagnir sjá um lagnir og Rafstöðin um raflagnir.


Svona munu lausar kennslustofur líta út. 


Staðsetning lausra kennslustofa. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00