Fara í efni  

Framkvæmdir á Jaðarsbökkum - lokun bílastæðis

Nú er að hefjast vinna við nýtt Íþróttahús á Jaðarsbökkum. Í fyrsta áfanga mun Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar sjá um gröft fyrir mannvirkinu og breytingar á lögnum í jörðu ásamt því að girða af vinnusvæðið. Við þá framkvæmd mun allt bílastæðið framan við inngang að sundlaug verða lokað almenningi. Einnig munu gönguleiðir að Íþróttamiðstöð og Akraneshöll verða afmarkaðar.

Fyrsta verkefni á svæðinu verður að setja upp vinnugirðingu um framkvæmdasvæðið. Áætlað er að frá þriðjudeginum 26.október verði aðgengi að bílastæðinu lokað. Almenningi er bent á bílastæðin norðan íþróttahúss og austan Akraneshallar.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00