Fara í efni  

Fræðslufundur um heilsueflandi samfélag

Vel sóttur fræðslufundur um heilsueflandi samfélag
Vel sóttur fræðslufundur um heilsueflandi samfélag

Sameiginlegur kynningarfundur Akraneskaupstaðar og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands var haldinn í bæjarþingsal Akraness í gær, þann 9. febrúar um Heilsueflandi samfélag. Það var Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis sem hélt framsögu og síðan voru þær Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar og Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri hjá Heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ sem kynntu reynslu Mosfellsbæjar af verkefninu. Auk fulltrúa frá Akraneskaupstað og HVE voru formanni og íþróttafulltrúa ÍA boðið og verkefnisstjóra hjá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi en skólinn hefur fengið viðurkenningu sem heilsueflandi skóli. Bæði Grundaskóli og Brekkubæjarskóli eru heilsueflandi skólar og einn leikskóli, Garðasel. Meðal helstu áhersluþátta í heilsueflandi samfélagi er hreyfing, næring, geðrækt, líðan og félagslíf, lífsgæði og lífsstíll og umhverfi og öryggi.

Akraneskaupstaður og Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru með sameiginlegan starfshóp sem vinnur að því að kortleggja samstarf stofnananna á mismunandi sviðum og munu koma með tillögur að frekara samstarfi og var þessi sameiginlegi kynningarfundur einn liður í því. Í starfshópnum eiga sæti Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Sigurður Sigursteinsson verkefnisstjóri atvinnumála fyrir hönd Akraneskaupstaðar og Guðjón Brjánsson forstjóri HVE og Lára Björk Gísladóttir hjúkrunarfræðingur fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00