Frábær SMELLUR í Grundaskóla
Söngleikurinn SMELLUR var frumsýndur frammi fyrir fullu húsi í sal Grundaskóla í gær. Það eru nemendur í 10. bekk sem sjá um sýninguna í leikstjórn Einars Viðarssonar, en hann er jafnframt höfundur verksins ásamt þeim Flosa Einarssyni og Gunnari Sturlu Hervarssyni.
SMELLUR er í anda 9. áratugarins, þar sem herðapúðar, blásið hár, andlitsfarði, mixteip og margt annað lummó ræður ríkjum. Sagan hefur því að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan og litríkan hrærigraut.
Óhætt er að segja að sýningin sé afar metnaðarfull í alla staði og nemendur sýna mikil tilþrif í leik, dansi og söng enda var þeim fagnað með standandi lófataki í lok sýningar.
Sem fyrr segir er leikstjórn í höndum Einars Viðarssonar, Flosi Einarsson sér um tónlistarstjórn, Elfa Margrét Ingvadóttir og Margrét Saga Gunnarsdóttir um söngstjórn, danshöfundur er Sandra Ómarsdóttir og Eygló Gunnarsdóttir sér um búningahönnun. Auður Líndal hafði yfirumsjón með sviðsmynd og Snorri Kristleifsson sá um tæknimál. Auk þess hafa kennarar nemendahópsins og foreldrar lagt mikið á sig til að útkoman gæti orðið sem glæsilegust.
Til hamingju öll með SMELL!
Allar nánari upplýsingar um næstu sýningar og miðasölu má sjá hér.
Einnig er leikhópurinn með instagram reikning sem gaman er að fylgja hér.




Fréttasafn
- 2025
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
 - 2024
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2023
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2022
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2021
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2020
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2019
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2018
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2017
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2016
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2015
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 
					

 
 



